Nú kveðjum við 2015

Langt síðan seinast segi ég nú bara, en þar sem að þetta er loka færslan mín þessa árs varð ég nú að deila með ykkur framförum og gleði okkar innan fjölskyldunnar, Anja fór semsagt úr Öndunarvélinni 24 des. JÁ hversu mikið jóla kraftarverk ?, Hún fór yfir á Hi-flow sem er annarskonar öndunarstuðningur en þó heldur minni, Anja er búin að vera að taka smá skref í áttina að bata þessa dagana og er alveg hreint aðdáunarvert að horfa uppá hana sigrast á hverjar einustu áskorun sem er svoleiðis kastað í hana. hún er undrabarn ég er en að átta mig á því hvað stelpan mín er búin að upplifa mikið á þessu eina ári. Hún Anja mín er orðin betri og eru læknarnir ánægðir með árangurinn og ætlar hún að klára þetta ár með trompi !! og mun hún byrja nýtt ár með nýjum súrefnisgleraugum útaf því að hún er að fara að hætta á hi-flow á morgun þar sem að hún þarf ekki jafn mikinn stuðninglengur.

Árið 2015 hefur veitt okkur fjölskyldunni bæði gleði og sorg
Mikil gleði þegar við fengum fallegu prinsessuna okkar heim í fyrsta skiptið og mikil gleði sem fylgdi því að fá að horfa á hana vaxa og dafna, hún Anja mín er svo fyndinn og skemmtilegur persónu leiki og er hún alveg ofboðslega ákveðin og er með litla þolinmæði fyrir því ef það er reynt aðstoða þar sem að hún getur "allt sjálf" haha hún alveg gargar ef hún missir dótið og ég rétti henni það kemur ekki til greina hún getur það alveg sjálf og einnig þegar hún misti duddunu og ég reyndi að aðstoða hana við láta dudduna uppí hana aftur þá gjörsamlega trompaðist hún( svo skemmtilegt að líta til baka), Hún hefur mikinn húmor fyrir sjálfum sér og öðrum og finnst henni mamma sín alveg lang skemmtilegust ( Nú verður pabbinn ekki ánægður) því hún er jú algjör pabba stelpa.

Anja þarf mikla endurhæfingu þar sem að hún er búin að liggja svo lengi að þá verða vöðvarnir hennar slappir og á hún nú erfitt með að sitja og þarf mikinn stuðning en andlega heilsan hennar er voða svipur alltaf þetta fallega bros og prakkara svipurinn og svo talar hún úti eitt og uppá halds orðið er náttúrulega mamma. Hún mun styrkjast og koma til með að verða aftur eðlileg í hreyfingum en það tekur bara tíma hún þarf að ná upp styrk og þoli og eru þetta allt markmið fyrir árið 2016.

og er ég svo þakklát fyrir alla stuðningsmenn hennar Önju sem standa þéttings fast við bakið á henni í gegnum baráttuna við lífið, sem og okkur foreldrunum, Við eigum æðislega foreldra sem vilja allt fyrir okkur gera og eru búin að vera dugleg að senda okkur mat og gjörsamlega umvefja okkur af hlíum hugsunum og ást og þakka ég guði fyrir að eiga þau að sem og ykkur öll. Ég býð 2016 velkomið og veit ég að þetta ár verður miklu betra en það sem er að líða með fullt af framförum. Við fjölskyldan verðum saman hér á barnaspítalanum og var hún Gunna tengdó svo almennileg að útbúa fyrir okkur fjölskylduna matinn sem við munum borða í kvöld.



Heimfara dagur hjá Önju Mist af vökudeild
Þessi var tekin 27 janúar á þessu ári þarna var hún en uppá vökudeild fallega rósin mín <3

28 febrúar 2015 uppá vökudeild
Gleðilegt nýtt ár kæru landsmenn & takk fyrir árið sem er að líða 
Með bestu kveðu Guðbjörg Hrefna, Einar Örn & Anja Mist 

Guðbjörg Hrefna Árnadóttir

Ummæli

Vinsælar færslur