Anja Mist

Góðan daginn

Þetta fyrsta blogg er ætlað dóttur minni henni Anju Mist. Anja fæddist aðeinst 24+5 daga gömul.Anja er orðin 8 daga gömul í dag hún er svo endalaust dugleg þessi elska , hún er komin úr öndunarvélinni og er færð yfir í ci-pap sem er surefnis gríma sem þýðir að hún andar alveg sjálf nema hún fær 21% auka súrefni , í gær 3 des Tók hún dífu og þetta er fyrsta dífan sem við urðum vitni af þá lækkaði púlsinn allt í einu niður í 85 þar sem hún gleymdi sér í smá stund að anda en svo áttaði hún sig sjálf og hækkaði strax aftur upp í 140 í púls , læknirinn segir að þessar dífur eru eðlilegar þar sem hún er enn að venjast að anda sjálf stundum þarf bara að pikka í hana og minna hana á þessa elsku , þetta hræddi mömmu hjartað alveg ofsalega. Við meigum búast við mörgum svona dífum. Matar skammturinn var hækkaður frá 0,5 uppí 4 ml á aðeins viku og hún verður hækkuð aftur í kvöld upp í 5 ml því hún meltir svo vel , þessir dagar eru gjörsamlega búnir að breyta lífi mínu og Einars . Og núna á mrg verður Anja 26 vikna gömul og við fögnum því

Lífið er yndislegt  

Guðbjörg Hrefna Árnadóttir 


Ummæli

Vinsælar færslur