Bænir okkar heyrðust 
Ég átti erfitt með að festa svefn í gærkvöldi vegna stress en að lokum hafðist það nú svo kl 07:00 fyrir aðgerðina hringdi ég niðurá gjörgæslu og fékk að heyra stöðuna, Anja var í 40 % súrefni og 97-98 í mettun svo hún var upplögð fyrir aðgerðina. kl 08:30 var hún svæfð og aðgerðin gerð um 11 leitið kom Einar upp skælbrosandi og sagði að aðgerðin hafi heppnast fullkomlega, ÞVÍLÍKUR LÉTTIR !!! Hún lifði aðgerðina af, Það er EKKERT sem hún getur ekki gert það er ekkert sem hún getur ekki sigrast á hún hefur sýnt það og sannað að hún er hetja og það er ekki neitt sem heitir að gefast upp í hennar orðabók. Svo ég segi ykkur aðeins frá stöðunni, þegar ég kom niður þá var hún komin í 14 í þrýsting ég hef bara aldrei séð hana svona lága, og svo er púlsin hennar orðin stabíl ekki að rása endalaust hann er komin í 96-101 og svo er það mettunin hún 98-99 og er hún með 36 í súrefni hún er bara allt önnur, og eru þau að hugsa um að taka hana af öndunarvélinni á mrg.Svo nú fáum við ekki bara meiri tíma með litla blóminu okkar heldur nú fá læknarnir meiri tíma til að finna hvað sé að og hvort það sé eitthver meðferð við lungnasjukdómnum hennar. Ég held en í vonina og hef ég trú á því að guð gefi henni fullkomið heilbrigði.


Ljósin loguðu víða í gærkvöldi
Og kærleikur sem umvafði dóttur mína var rosalegur
ég vil þakka öllum sem hafa staðið þétt við bakið á okkur með fallegum baráttukveðjum og hugsunum.


Trú, von & kærleikur




Guðbjörg Hrefna Árnadóttir

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Hún er yndisleg. Gangi ykkur sem allra best fallega fjölskylda.
. sagði…
Frábært! Eigiði góð og gleðileg jól með litlu hetjunni ykkar!
Unknown sagði…
Yndislegt að allt hafi gengið svona vel. Baráttu kveðjur frá mér og mínum með trú um að allt fari á þann veg sem þið kjósið <3

Vinsælar færslur