Þá er þessi erfiða vika senn á enda

Eins og flestir vita að aðfara nótt föstudagsins 27 Nov þá var Anja mín búin að vera að falla óvenju mikið í mettun og svo seinna um kvöldið hætti hún að halda súrefnismettun uppi og féll hún seinna um kvöldið niður í 7 í mettun og var bara deyja eins ömurlegt og er að segja það, þeir náðu að pumpa í hana lífið og var svo í kjölfarið brunað með hana niðrá gjörgæslu þar sem að hún var sett í öndunarvél og haldin sofandi, eftir þetta fengum við einar áfalla hjálp, og var boðið mömmu það líka þar sem hún var á staðnum þegar þetta gerðist, þetta er svo mannskemmandi að sjá barnið sitt svona og þessi óvissa er vægast sagt viðbjóður.


 Dagarnir gengu mis vel en svo gekk þetta nú allt að lokum hún var haldin sofandi í öndunarvél í 6 daga og barðist hún hetjulega til sigurs og er litla fallega stelpan mín komin úr öndunar vél og niður á barnadeild  og gengur henni betur, Hún er rosalega lítil í sér og þarf lítið til að raska ró hennar, hún fellur en auðveldlega í mettun en þá niður í 70 sem er alltí lagi í stuttan tíma hún er alveg ofboðslega sterk og þakka ég guði fyrir hvað hún er þrjósk og ákveðin (eitthvað sem hún fékk frá báðum foreldrum sínum).



Það sem að ég hef lært af þessu er að lífið&tíminn er dýrmætur.

Guðbjörg Hrefna Árnadóttir 

Ummæli

Vinsælar færslur