Snickers marengs rósir



Marengs rósir

6 egghvítur 
400 g púðursykur
1tsk lyftiduft 


Byrjið á því að hita ofninn í 150 gráður (blástur) Þeytið eggjahvíturnar og púðursykurinn saman þangað til að hann er orðin ljós og þéttur bætið síðan lyftiduftinu og hrærið rólega saman við með sleif , Setjið síðan smjörpappír á plötu og byrjið að sprauta,

Fyrir þá sem ekki vita þá lítur stúturinn svona út

 

Hér Getur þú séð hvernig maður gerir marengs rósir

Rjómafylling 

Rjómi 
Snickers 3 

Þeytið rjómann þangað til að hann er orðinn þéttur og stendur, saxið snickers smátt og setjið ofaní (þetta fer alfarið eftir smekk) og hrærið rólega, Setjið svo fyllinguna á neðri marengs botninn og setjið svo efribotninn varlega ofan á

Krem 

Snikkers 2 (fer eftir smekk)
Eggjarauður 3

Bræðið snickers og þeytið síðan með eggjarauðunum þangað til að kremið verður ljóst
Hellið síðan kreminu ofan á marengs rósirnar.



Vonandi höfðuð þið ánægju af þessari uppskrift þetta er svo sannarlega uppáhalds marengs tertan mín og slær hún í gegn í öllum boðum

Njótið 

Guðbjörg Hrefna Árnadóttir



Ummæli

Vinsælar færslur